Skapandi dans - Handbók fyrir kennara

57 Jósep segir! Kennarinn getur byrjað að vera Jósep. Nemendur eiga að gera það sem kennarinn biður um ef hann segir „Jósep segir“ á undan sögn. Dæmi: „Jósep segir hristið hendurnar (nemendur hrista hendurnar). Jósep segir hoppið á öðrum fæti. Jósep segir stoppa. Jósep segir snúðu þér í hringi. Jósep segir sveiflið höndum og fótum um rýmið. Hlauptu“. Ef einhver hleypur þarf sá hinn sami að frjósa í 10 sekúndur en má síðan byrja aftur. Aldursstig: 1.–7. bekkur. Markmið æfingarinnar er að auka: − hlustun og einbeitingu. − skilning nemenda á hreyfmynstrum ólíkra líkamsparta. Vélin (Uppfinningamaðurinn) Nemendur eru uppfinningamenn sem búa til vél í samein- ingu. Einn nemandi byrjar og tekur sér stöðu í rýminu. Hann hreyfir einn líkamspart og gefur frá sér hljóð. Hann endur- tekur hreyfinguna og hljóðið í sífellu. Fleiri nemendur bætast við og gera aðra hreyfingu og hljóð. Nemendur standa þétt hver við annan eða jafnvel snertast til að öðlast heildarmynd af vélinni. Hægt er að skipta hópnum í tvennt og leyfa helm- ingnum að horfa á og giska á hvers konar vél samnemendur þeirra hafa skapað. Líkamspartur leiðir hreyfingu Kennarinn stýrir æfingunni. Hann nefnir ólíka líkamasparta. Nemendur hreyfa sig út frá hverjum líkamspart en hreyfingin byrjar þar og restin af líkamanum fylgir svo með. Nemand- inn getur því ferðast um rýmið. Dæmi: Hægri hönd leiðir hreyfinguna. Nemandinn byrjar því að hreyfa hægri hendina sem leiðir hreyfinguna og síðan fylgir allur líkaminn með. Aldursstig: 1.–4. bekkur. Markmið æfingarinnar er að auka: − leikni nemenda í að virkja ólíka líkamshluta. − skapandi hugsun og notkun ímyndunaraflsins. − sjálfstraust nemenda. − leikni nemenda í að nota rödd í samspili við hreyfingu. Aldursstig: 1.–10. bekkur. Markmið æfingarinnar er að auka: − leikni nemenda í að virkja ólíka líkamshluta. − skilning nemenda á hvar hreyfingin byrjar.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=