Skapandi dans - Handbók fyrir kennara

56 Líkamspartadansinn Nemendur finna sér stað í rýminu. Kennarinn nefnir líkams- hluta og nemendur eiga eingöngu að hreyfa þann hluta. Kennarinn nefnir annan líkamshluta þegar hann stoppar tónlistina o.s.frv. Til þess að bæta við æfinguna og gera hana lengri getur kennarinn t.d. sagt að allir eigi að hreyfa vinstri hönd en síðanætli allir að finna aðra vinstri hönd til þess að dansa við þannig að nemendur fái tækifæri til þess að dansa saman. Þá er kominn handardans. Kennarinn nefnir ýmsa aðra líkamshluta sem einnig er hægt að dansa með öðrum, t.d. bakdansinn. Nemendur eru þá farnir að hreyfa fleiri líkams- hluta en leggja áherslu á þann líkamspart sem kennarinn talar um hverju sinni. Nemendur fá að dansa frekar frjálst en fylgja samt sem áður skýrum spunaramma. Skógarhöggsmaðurinn Æfingin er í grunninn eltingarleikur þar sem einn nemandi byrjar að vera hann og er kallaður skógarhöggsmaðurinn. Hann fær tvær mínútur til þess að ná sem flestum. Aðrir í bekknum eru hlaupandi tré. Skógarhöggsmaðurinn á að reyna höggva eins margar greinar og rætur og hann getur. Þess vegna getur hann náð sama nemanda (tré) oftar en einu sinni. Ef skógarhöggsmaðurinn nær t.d. að klukka einhvern í fótinn getur sá ekki hreyft fótinn, heldur þarf að hoppa á öðrum fæti. Ekki er hægt að hreyfa þann líkams- part sem er klukkaður. Þegar tíminn er liðinn er hægt að telja hversu mörg klukk skógarhöggsmaðurinn náði (telja stigin), áður en einhver annar fær að vera hann. Dæmi: Ef það er búið að klukka báða fætur hjá nemanda getur hann notað hendurnar til þess að ýta sér áfram. Aldursstig: 1.–10. bekkur. Markmið æfingarinnar er að auka: − leikni nemenda í að virkja ólíka líkamshluta. − leikni nemenda í að dansa frjálst innan ákveðins ramma. − líkamsmeðvitund. − samvinnu nemenda. Aldursstig: 1.–7. bekkur. Markmið æfingarinnar er að auka: − leikni nemenda í að virkja ólíka líkamshluta. − snerpu og viðbrögð nemenda.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=