Skapandi dans - Handbók fyrir kennara

55 Ljósboltinn Nemendur ímynda sér ljósbolta sem ferðast á milli líkams- hluta þeirra. Kennarinn leiðir för boltans en nemendur loka augunum og reyna að ímynda sér boltann og hreyfingu hans. Kennarinn getur líka leyft nemendum að ákveða ferð boltans en beðið þá um að nefna upphafsstað og endastað. Boltinn ferðast um allan líkamann áður en hann kemst á endastað. Nemendur geta líka unnið tveir og tveir saman og annar bent á ferðalag boltans (í líkama hins). Kennarinn getur einnig beðið nemendur um að vinna alla saman. Nemendur kasta/sparka boltanum sín á milli (með því að nýta rýmið). Boltinn má ekki detta í gólfið og kennar- inn getur talað um ólíka stærð og þyngd boltans og jafnvel bætt fleiri boltum við. Hægt er að útfæra æfinguna á flóknari hátt fyrir eldri nemendur en þá ferðast boltinn um innra rými nemandans, á milli líffæra og liða. Aldursstig: 1.–10. bekkur. Markmið æfingarinnar er að auka: − líkamsmeðvitund. − leikni nemenda í að virkja ólíka líkamshluta. − notkun ímyndunaraflsins.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=