Skapandi dans - Handbók fyrir kennara

1 Eitt af því fyrsta sem börn gera er að tjá sig með líkamanum. Dans er börnum eðlislægur. Þau afla sér skilnings á umhverfinu í gegnum hreyf- ingu og látbragð líkamans er þeirra tungumál. Dans ætti þar af leiðandi að hafa aukið vægi í námi barna og það væri kjörið að nýta hann snemma á skólagöngu þeirra. Einfalt er að tengja danskennslu ungra barna við leik og gleði. Líkamshreyfingar barna eru samþættar sköpunargleði. Hugsanir þeirra og ímyndun verða til í gegnum tjáningu líkamans í leik. Í skapandi dansi og leik geta börn fundið lausnir á vandamálum. Sköpun í dansi getur stuðlað að auknu sjálfstrausti barna, heilbrigðum líkama, góðri líkamsmeðvitund og almennri vellíðan (Sansom, 2011). Það er nauðsynlegt að opna nemendum leiðir til skapandi vinnu og virkja sköp- unargleði þeirra, áhuga, forvitni og frumkvæði með því að kenna þeim í gegnum listir (Ingibjörg Jóhannsdóttir, Elísabet Indra Ragnarsdóttir og Torfi Hjartarson, 2012). Dans er þar engin undantekning. Skapandi dans er dansform þar sem áhersla er lögð á hreyfingu sem tjáningu. Þar er nemandinn í aðalhlutverki og þar er ekkert sem heitir rétt eða rangt. Nemendur þurfa ekki að læra fyrir fram ákveðin spor heldur snýst skapandi dans um að nemendur noti færni sína og reynslu til þess að skapa. Í skapandi dansi fá nemendur verkfæri til þess að nýta í sköpun sinni (Gilbert, 2019). Nám í skapandi dansi fer fram í gegnum hugtakavinnu. Nemendur kynnast ólíkum danshugtökum eða hugtökum um mismunandi eigin- leika hreyfingar, tjá sig um dans í orðum og líkamna orðin. Þannig öðlast nemendur verkfæri til þess að skapa sinn eigin dans og geta einnig notað eigin rödd í sköpuninni. Kennarinn þarf að stýra kennslustund í skapandi dansi en gefa nemendum samt sem áður frelsi til þess að skapa út frá sjálfum sér og eigin líkama (Gilbert, 2015; Joyce, 1980). Í skapandi dansi er hugurinn og líkaminn virkjaður og tjáning fer fram í gegnum hreyfingu. Nemandanum gefst færi á að leita inn á við og nýta sér færni eigin líkama. Í gegnum dansinn uppgötva nemendur margt um líkama sinn, hugsanir, tilfinningar og sköpunarkraft. Þeir öðlast meiri stjórn á líkama sínum og verða meðvitaðri um hreyfingar sínar, ásamt því að líkamna ólík hreyfihug- tök. Þannig öðlast þeir dýpri skilning á viðfangsefnum sínum. Í gegnum frelsi hreyfingarinnar í skapandi dansi gefst nemendum færi á að kynnast sjálfum sér (Joyce, 1980). Tilgangur þessarar handbókar er að búa til verkfæri fyrir kennara til þess að sinna danskennslu í grunnskólum. Hún á að nýtast kennurum til að skapa aðstæður fyrir skapandi vinnu í dansi. Henni er ætlað að stuðla að fjölbreyttari danskennslu í grunnskólum og hún býður upp á marg- breytileg verkefni fyrir sundurleitan nemendahóp. Hún er ögrandi en á INNGANGUR

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=