Skapandi dans - Handbók fyrir kennara
52 Sögustund með hreyfingu Nemendur eru tveir til þrír saman í hóp. Nemendur skapa sögu í gegnum hreyfingar. Einn byrjar að hreyfa sig (dansar frjálst) og sá sem er á eftir honum í röðinni klappar á öxl hans þegar hann vill taka við. Sá sem dansar verður því að frjósa í þeirri stöðu sem hann er í til þess að hinn geti klárað hreyfingu hans. Síðan heldur hann áfram og dansar frjálst þangað til næsti klappar á öxl hans. Svona gengur sagan áfram. Mikilvægt er að nemendur hreyfi sig ekki of hratt til að samnemendur hafi tækifæri til að hoppa inn í og taka við. Hægt er að skipta hópnum í tvennt, áhorfendur og dansara. Áhorfendur segja frá því hvað þeir sáu og um hvað sagan var. Einnig er hægt að byrja æfinguna með því að nemendur skapi sína eigin sögu með orðum og endurgeri hana með hreyfingum (til þess að nemendur fái innblástur fyrir hreyfingunum). Aldursstig: 5.–10. bekkur. Markmið æfingarinnar er að auka: − hlustun og einbeitingu. − skapandi hugsun. − sjálfstraust nemenda. Bergmál Nemendur standa í hring. Einn nemandi stendur í miðju hringsins og dansar frjálst. Hinir í hópnum skapa hljóð sem þeim þykir passa við hreyfingarnar. Hljóðið er eins og bergmál hreyfingarinnar. Nemendur geta líka unnið í pörum. Líka hægt að skipta um hlutverk þar sem annar framkvæmir hljóðið og hinn dansar til að tjá hljóðið með hreyfingum sínum. Aldursstig: 1.–10. bekkur. Markmið æfingarinnar er að auka: − hlustun og einbeitingu. − skapandi hugsun. − leikni nemenda í að hreyfa sig út frá sjálfum sér. − leikni nemenda í að nota rödd í samspili við hreyfingu.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=