Skapandi dans - Handbók fyrir kennara

51 Stoppdans með og án orða Nemendur dansa frjálst við tónlist. Þegar kennarinn stoppar tónlistina eiga nemendur að frjósa. Sá sem hreyfir sig dettur yfirleitt út en það er kennarans að ákveða það. Kennarinn getur einnig látið nemendur vinna með ákveðin hreyfihug- tök t.d. þyngd með því að dansa orð, eins og múrsteinn, flæði, fíll og vindur. Til að gera stoppdansinn flóknari er hægt að bæta við reglum. Í fyrsta skiptið þegar kennarinn stoppar tónlistina eiga nemendur að frjósa eins og myndastyttur. Sá sem er síðastur dettur úr. Í annað skiptið sem kennarinn stoppar tónlistina eiga nemendur að setjast á rassinn (setudans). Það gildir sama regla, sá sem er síðastur dettur út. Í þriðja skiptið sem kennarinn stoppar tónlistina nefnir hann tölu og nemendur eiga að mynda hópa eftir tölunni (töludans- inn). Þeir sem ná ekki að mynda hópa úr þeirri stærð sem kennarinn er að biðja um detta út. Þessi röðun (stoppdans, setudans og töludans) helst út allan leikinn en með þessu verða nemendur fljótari að detta út. Kennarinn getur einnig látið nemendur vinna með hreyfihugtökin í þessari útfærslu. Keðja Nemendur standa í hring. Einn byrjar að gera hreyfingu, næsti tekur við og hermir eftir þeirri hreyfingu en bætir svo við annarri. Svona gengur þetta koll af kolli. Alltaf verður að byrja á fyrstu hreyfingunni. Þetta er til dæmis góð leið fyrir nemendur að semja saman dans. Aldursstig: 1.–7. bekkur. Markmið æfingarinnar er að auka: − hlustun og einbeitingu. − snerpu og viðbrögð nemenda. − leikni nemenda í að dansa frjálst og hreyfa sig út frá sjálfum sér. − leikni nemenda að uppgötva ólíka eiginleika hreyfinga. Aldursstig: 1.–10. bekkur. Markmið æfingarinnar er að auka: − hlustun og einbeitingu. − hæfni nemenda til að skapa sjálfir. − leikni nemenda í að líkja eftir hreyfingum annarra.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=