Skapandi dans - Handbók fyrir kennara

50 Sendiboðinn Allur hópurinn stendur í hring ásamt kennaranum. Kennar- inn byrjar að gera einhverja hreyfingu og sendir hana áfram með því að mynda augnsamband við þann sem stendur við hliðina á honum og kinkar kolli. Kennarinn heldur áfram að gera hreyfinguna. Sá sem tók við henni endurtekur hreyf- inguna einnig í sífellu og sendir hana áfram á sama hátt og þannig koll af kolli þar til allir endurtaka hreyfinguna í sífellu. Kennarinn skiptir um hreyfingu þegar honum finnst henta og lætur hana ganga en nemendur breyta ekki um hreyfingu fyrr en nýja hreyfingin er komin til þeirra á sama hátt og sú fyrri. Þessa æfingu er einnig hægt að nota til að vinna með takt. Þá er gott að allir sitji á stólum í þéttum hring, axlir mega snertast. Kennarinn byrjar að slá takt á lærin og sendir hann áfram til næsta manns með því að snúa sér að honum, mynda augnsamband og kinka kolli. Hann getur einnig beðið nemendur að ákveða taktinn. Hvíslleikur Nemendur standa í röð og snúa allir fram. Sá sem er aftast gerir eina hreyfingu og þegar hann er tilbúinn potar hann í þann sem stendur fyrir framan hann, sá snýr sér við og líkir eftir hreyfingunni. Hann snýr sér við og potar í þann sem er fyrir framan hann og sendir hreyfinguna áfram. Svona gengur þetta koll af kolli. Hægt er að sjá hvernig hreyfingin tekur breytingum eftir því sem á líður. Þegar hreyfingin er komin fremst í röðina sýnir aftasti nemandinn hvernig hreyf- ingin leit út í upphafi. Aldursstig: 1.–10. bekkur. Markmið æfingarinnar er að auka: − hlustun og einbeitingu. − leikni nemenda í að líkja eftir hreyfingum annarra. − taktvísi. Aldursstig: 1.–10. bekkur. Markmið æfingarinnar er að auka: − hlustun og einbeitingu. − leikni nemenda í að líkja eftir hreyfingum annarra.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=