Skapandi dans - Handbók fyrir kennara
49 Herðatré Nemendum er skipt í þriggja til fjögurra manna hópa. Einn leiðir hópinn með því að ganga hægt um rýmið en það er eina hreyfingin sem hópurinn gerir. Höfuðið og herðarnar mynda herðatré. Allir í hópnum þurfa að snúa herða- trénu í sömu átt og stjórnandinn. Sá sem leiðir þarf að vera nokkuð ákveðinn í því hvernig hann hreyfir sig (í hvaða áttir hann fer) um rýmið til þess að þeir sem á eftir fylgja geti haldið í við hann. Einnig geta nemendur ímyndað sér að stjórnandinn sé bíll og hinir séu farþegar. Þegar bílinn beygir þurfa allir að snúa eins og hann. Eftir að allir hafa prófað að leiða má stækka hópinn, þannig að allir taki þátt. Einnig má leyfa hverjum sem vill að taka stjórnina með því að ganga fram fyrir hópinn. Aldursstig: 8.–10. bekkur. Markmið æfingarinnar er að auka: − hlustun og einbeitingu. − leikni nemenda í að sýna frumkvæði.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=