Skapandi dans - Handbók fyrir kennara
48 Halarófan Nemendur vinna þrír til fjórir saman. Þeir standa í röð með jöfnu bili á milli sín. Sá sem er fremstur gerir hreyfingar eftir eigin höfði og hinir herma eftir. Þegar kennarinn klappar eða stoppar tónlistina fer sá sem er fremstur aftast og sá sem var annar tekur við stjórninni. Aldursstig: 1.–10. bekkur. Markmið æfingarinnar er að auka: − hlustun og einbeitingu. − leikni nemenda í að dansa frjálst og hreyfa sig út frá sjálfum sér. − leikni nemenda í að líkja eftir hreyfingum annarra. Klapp — Ping! Nemendur vinna tveir og tveir saman. Þeir standa hvor á móti öðrum með bil á milli sín. Þeir byrja að klappa á lærin og setja svo hendurnar beint upp í loft eða báðar hendur til hægri eða vinstri. Þeir endurtaka þessar hreyfingar sitt á hvað. Ef nemendur velja sömu hlið eða fara með hendurnar beint upp í loft á sama tíma þá eiga þeir að klappa á lærin og gefa hvor öðrum fimmu og segja: „PING!“ Þeir halda síðan strax áfram. Grunnsporið er: klapp á lærin, hendurnar annaðhvort beint upp eða til hliðar (hægri eða vinstri), aftur klapp á lærin o.s.frv. Einungis ef hendurnar fara í sömu átt gefa þeir hvor öðrum fimmu og segja PING. Aldursstig: 5.–10. bekkur. Markmið æfingarinnar er að auka: − hlustun og einbeitingu. − samvinnu nemenda. − jákvæð samskipti.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=