Skapandi dans - Handbók fyrir kennara
47 Töfrapokinn Þessi æfing er lík Töfrakoffortinu . Nemendur standa í hring og í miðjum hringnum er ímyndaður töfrapoki. Einn nemandi í einu dregur ímyndaðan hlut úr pokanum og notar hann á „réttan hátt“ til þess að samnemendur átti sig á hver hlutur- inn er. Hann réttir hlutinn svo til næsta nemanda í hringnum sem finnur annað hlutverk fyrir hann. Ef það er bolli t.d. verða nemendur að finna honum annað hlutverk en það að vera hlutur til þess að drekka úr. Sá nemandi skilar hlutnum og finnur annan hlut í pokanum, notar hann á „réttan hátt“, réttir þeim næsta sem finnur honum annað hlutverk og svo koll af kolli þar til allir í hringnum eru búnir að gera. Aldursstig: 5.–10. bekkur. Markmið æfingarinnar er að auka: − hlustun og einbeitingu. − skapandi hugsun og notkun ímyndunaraflsins.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=