Skapandi dans - Handbók fyrir kennara

46 Hringurinn Nemendur standa grafkyrrir í hring. Þeir eiga að herma eftir öllum hreyfingum sem þeir sjá hjá öðrum nemendum, alveg sama hve litlum. Enginn getur staðið alveg kyrr í raun og veru, allir þurfa að minnsta kosti að anda og blikka augum. Nemendur einbeita sér að því að taka eftir öllum pínu- litlum hreyfingum sem eiga sér stað. Fljótlega fara þeir að taka eftir fleiri hreyfingum sem síðan verða stærri og meiri eftir því sem fleiri fara að hreyfa sig. Ef nemendur hlusta vel heyrast jafnvel hljóð sem þeir geta hermt eftir og við það magnast þau. Töfrakoffortið Nemendur standa í hring og ímyndað töfrakoffort er staðsett í miðju hringsins og í því eru allir hlutir sem hægt er að hugsa sér. Kennarinn getur einnig ákveðið sérstakt þema fyrir hlutina sem finnast í koffortinu, t.d. náttúran, sveitin, kennslustofan. Einn nemandi í einu sækir hlut úr koffortinu og leikur hlutinn með því að sýna rétt hlutverk hans. Dæmi: Nemandi ákveður að draga bolta úr koffortinu. Hann gæti t.d. driplað boltanumeða haldið á lofti. Aðrir nemendur giska á hver hluturinn er. Nemandinn réttir svo næsta nemanda hlutinn sem setur hann í koffortið og nær sér í annan hlut sem honum finnst áhugaverður. Kennarinn getur einnig nýtt töfrakoffortið í spuna. Hver og einn dregur þá hlut úr koffortinu og allir breytast í þann hlut. Ef hluturinn er fjöður þá breytast allir nemendur í fjöður með því að hreyfa sig eins og þeir ímynda sér að fjöður hreyfist. Hægt er að nota hreyfihugtökin í þessum leik t.d. þyngd þar sem nemendur leika misþunga hluti (bls. 77). Aldursstig: 5.–10. bekkur. Markmið æfingarinnar eru að auka: − hlustun og einbeitingu. − sjálfstraust nemenda. Aldursstig: 1.–7. bekkur. Markmið æfingarinnar er að auka: − hlustun og einbeitingu. − skapandi hugsun og notkun ímyndunaraflsins.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=