Skapandi dans - Handbók fyrir kennara

44 Sóló-dansarinn, skugginn og danshöfundurinn Í spuna eru dansspor búin til á staðnum án undirbúnings og þar ræður hvatvísi för. Spuni þjálfar nemendur í að vera ekki hræddir við að gera mistök og getur aukið sjálfsöryggi þeirra. Nemendur skapa dansverk með því að nota spuna. Þeir vinna þrír og þrír saman í hóp, hver með sitt hlutverk sem eru þessi: Sóló-dansari dansar frjálst. Skuggi hermir eftir hreyfingum sóló-dansarans eða kemur við hann og sóló- dansarinn ræður hvort hann bregst við snertingunni eða ekki (e: impulse ). Danshöfundur sér til þess að dansverkið gangi upp. Hann gerir athugasemdir við sóló-dansinn en hugar einnig að sviðsetningu, tónlist, myndbyggingu og boðskap verksins. Auk þess gefur hann dansaranum fyrir- mæli, ákveðin hugtök til að vinna með eða reglur til að fylgja í spuna (e: scores ). Dansverkið er endurtekið nokkrum sinnum þangað til sóló-dansarinn og danshöfundurinn eru sáttir við útkomuna. Síðan er skipt um hlutverk þar til allir hafa prófað þau öll. Hægt er að bæta við þessa æfingu með því að skapa myndbandsverk út frá dansverkunum þremur. Æfingin er góð leið til að vinna með hreyfihugtökin: líkami, rými, tími og afl og skerpa skilning nemenda á hvað í þeim felst. Danshöfundurinn getur t.d. beðið sóló-dansarann og skuggann að nýta hugtökin í danssköpuninni og kennarinn getur beðið hópana að vinna út frá ákveðnu hreyfihugtaki. Aldursstig: 8.–10. bekkur. Markmið æfingarinnar er að auka: − samvinnu nemenda. − hlustun og einbeitingu. − jákvæð samskipti. − sjálfstraust nemenda. − leikni nemenda í að dansa frjálst og hreyfa sig út frá sjálfum sér.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=