Skapandi dans - Handbók fyrir kennara
43 Hnútur Nemendur standa þétt saman með lokuð augu. Kennar- inn biður þá að leiða einhvern með hægri hendi og síðan þeirri vinstri. Hann passar upp á að allir nemendur leiðist. Þeir opna síðan augun og eiga að leysa úr þeirri flækju sem hefur myndast án þess að sleppa takinu. Þeir halda áfram þar til hringur hefur myndast. Stundummyndast fleiri hringir og misstórir. Nemendur geta snúið ýmist með bakið inn eða út úr hringum. Listamaðurinn Nemendur vinna þrír og þrír saman í hóp. Einn er hlutur (fyrirmynd) annar er leir og sá þriðji er listamaður. Hluturinn kemur sér fyrir í stöðu að eigin vali fyrir aftan leirinn þannig að leirinn sjái hann ekki. Listamaðurinn stendur fyrir framan leirinn. Listamaðurinn mótar leirinn þannig að hann líti alveg eins út og hluturinn (fyrirmyndin). Hann gerir það með því að segja honum til, án þess að snerta, líkt og hann sé að stýra strengjabrúðu. Önnur útfærsla af leiknum getur verið að listamaðurinn móti leirinn með höndunum. Leikinn má líka útfæra þannig að tveir vinni saman sem listamaður og leir. Listamaðurinn fær þá frjálsar hendur til þess að móta leirinn að vild. Síðan mætti bjóða nemendum á sýningu á einni og einni leirmynd og til þess að spjalla við listamanninn. Umbreyting Nemendumer skipt í jafn stóra hópa. Kennarinn hefur útbúið spjöld með myndum eða nöfnum á ýmsum hlutum og/eða dýrum, t.d. buxur, kertastjaki, skjaldbaka, hestur. Hann getur líka útbúið spjöld sem tengjast því þema sem nemendur eru að vinna með, t.d. þyngd, stærð, líkamshlutar. Einn hópur í einu dregur spjald og fær 5–10 sekúndur til þess að breytast í það sem stendur á spjaldinu. Allir í hópnum verða að snertast og mynda hlutinn/dýrið í sameiningu. Hinir hóparnir giska á hvað verið var að túlka og fá stig fyrir rétt svar. Sá hópur sem fær flest stig vinnur. Spjöldin má einnig nýta í lát- bragðsleik þar sem nemendur skiptast á að draga spjald og leika það sem er á því. Aldursstig: 1.–10. bekkur. Markmið æfingarinnar er að auka: − samvinnu nemenda. − jákvæð samskipti. Aldursstig: 1.–10. bekkur. Markmið æfingarinnar er að auka: − samvinnu nemenda. − skapandi hugsun og notkun ímyndunaraflsins. − jákvæð samskipti. Aldursstig: 1.–10. bekkur. Markmið æfingarinnar er að auka: − samvinnu nemenda. − skapandi hugsun og notkun ímyndunaraflsins.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=