Skapandi dans - Handbók fyrir kennara

41 Bílferðin Nemendur dreifa sér um rýmið og ímynda sér að þeir séu bíll. Kennarinn biður þá að finna sér bílstjóra til að keyra bílinn. Helmingurinn af hópnum þarf því að breytast í bíl- stjóra. Bíllinn er með lokuð augu (eða horfir niður ef hann treystir sér ekki til að loka augunum) og bílstjórinn með opin og stýrir bílnum á ferð sinni um rýmið. Bílstjórinn stendur við hliðina á bílnum og heldur um axlir bílsins til þess að stýra honum. Það er líka hægt að nota merki til að stýra bílnum. Bílstjórinn stendur þá fyrir aftan bílinn og ef hann leggur lófana á herðablöð bílsins á hann að halda áfram (þar er bensíngjöfin). Ef hann snertir vinstri öxlina á bíllinn að fara til vinstri og ef hann snertir hægri öxlina á hann að fara til hægri. Ef bílstjórinn leggur lófana á báðar axlir bílsins á hann að stoppa. Bílstjórinn getur leyft bílnum að „taka myndir“, þ.e. opna og loka augunum á ákveðnum stöðum í rýminu. Þegar bíllinn hefur vanist því að hafa augun lokuð má auka hraðann og bíltúrinn getur hafist fyrir alvöru. Bílstjórinn getur einnig „lagt“ bílnum, fundið sér annan stað í rýminu og kallað á bílinn sinn (hann man ekki hvar hann lagði honum). Hann má einungis nota nafn nemand- ans sem er hans bíll og orðin: áfram og stopp. Síðan er skipt um hlutverk og leikurinn endurtekinn. Hægt er að bæta við farþega eða farþegum sem einnig hafa lokuð augu og þannig myndast halarófa. Bíllinn er fremstur, svo kemur bílstjórinn og því næst farþeginn eða farþegarnir. Hægt er að búa til strætó í lokin. Þá eru allir nemendur með. Strætó er fremstur, með lokuð augu, bíl- stjórinn næstur með opin og allir aðrir eru farþegar með lokuð augu. Það væri hægt að nýta önnur farartæki, flugvél, lest, mótorhjól o.s.frv. Nemendur gætu einnig unnið í hópum og skapað sitt eigið farartæki og skapað leiðir til þess að stjórna því. Aldursstig: 1.–10. bekkur. Markmið æfingarinnar er að auka: − jákvæð samskipti. − samkennd í nemendahóp.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=