Skapandi dans - Handbók fyrir kennara
38 Ávaxtakarfan Kennarinn úthlutar nemendum ávaxtanafni, t.d. appelsínu, banana og mangó, með því að segja nöfnin upphátt. Nemendur sitja á stólum í hring. Passað er upp á að jafn- margir nemendur séu með hvert ávaxtanafn. Einn nemandi er hann. Hann stendur upp, tekur sér stöðu í miðjum hringnum og kallar upp ávaxtanafn, t.d. banana og þá eiga allir sem eru bananar að skipta um stól. Hann getur einnig leikið ávöxtinn. Sá í miðjunni á líka að reyna að ná stól. Sá sem nær ekki stól fer í miðjuna og kallar upp annað ávaxta- nafn eða það sama. Hann getur líka kallað ávaxtakarfa og þá eiga allir að skipta um sæti. Ekki má setjast í sama stól og staðið var upp af og ekki í stólinn við hliðina. Kennari getur bætt við þeirri reglu að ekki megi sjást í tennur til þess að gera leikinn enn þá skemmtilegri. Veðrið Nemendur sitja á stólum í hring. Einn fer í miðjuna og segir annaðhvort: „Sólin skín á mig þegar …“, og bætir við ein- hverju sem honum þykir skemmtilegt, eða „Það rignir á mig þegar …“ og bætir við einhverju sem honum þykir leiðinlegt. Dæmi: „Sólin skín á mig þegar ég borða ís.“ „Það rignir á mig þegar ég stíg í hundaskít.“ Nemendur sem eru sammála staðhæfingunni standa upp og skipta um stóla. Þannig vinna nemendur með líðan sína. Nemandinn í miðjunni getur einnig kallað (sagt) nafn skólans og þá eiga allir að skipta um stóla. Kennarinn getur líka stjórnað umræðuefni leiksins en það getur verið allt milli himins og jarðar. Aldursstig: 1.–10. bekkur Markmið æfingarinnar er að: − hafa gaman. − auka hlustun og einbeitingu. − hrista hópinn saman. Aldursstig: 1.–10. bekkur Markmið æfingarinnar er að auka: − jákvæð samskipti. − hlustun og einbeitingu. − samkennd í nemendahóp.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=