Skapandi dans - Handbók fyrir kennara

2 HÓPLEIKIR Hópleikir eru góð leið til þess að skapa öruggt og jákvætt andrúmsloft í kennslustund og auka vellíðan nemenda. Með því að fá nemendur til að vinna saman í leik má stuðla að auknu trausti og vináttu en jafnframt ein- beitingu og hlustun. Hægt er að vinna með hreyfihug- tökin líkami , tími , rými og afl í hópleikjum. Kennarinn lagar þá þær æfingar sem tengjast hugtökunum að því sem verið er að vinna með í viðkomandi kennslustund. Gagnlegt getur verið að brjóta upp kennslustundir með hópleikjum endrum og eins til að létta andrúmsloftið. Hér á eftir koma nokkrir flokkar af hópleikjum sem nýtast við ýmsar aðstæður.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=