Skapandi dans - Handbók fyrir kennara

35 Manífestó Með því að gefa nemendum færi á að hafa áhrif á námsumhverfi sitt eru þeir gerðir ábyrgir fyrir því. Ein leið til þess er að nemendur og kennari komi sér saman um reglur sem allur hópurinn getur verið sammála um í upphafi annar. Ef samstaða næst ekki um einhverja reglu er kosið og ef meirihluti nemenda samþykkir er henni haldið. Útbúin er sameiginleg skrifleg yfirlýsing með reglunum sem allir skrifa undir. Reglurnar geta snúist um námsumhverfi, vinnulag og framkomu. Nemendur eru svo minntir á yfirlýsinguna reglulega. Aldursstig: 1.–10. bekkur Markmið æfingarinnar er að: − gefa nemendum tækifæri til að hafa áhrif á nám sitt og námsumhverfi. − nemendur sjái sig sem hluta af heild. − auka hlustun og umburðarlyndi.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=