Skapandi dans - Handbók fyrir kennara

34 Liðir Kennarinn spjallar við nemendur um liði. Hvað eru liðir og hvað gera þeir? Liðirnir gera okkur kleift að hreyfa okkur á mismunandi vegu. Helstu liðir líkamans eru í fingrunum, úln- liðnum, olnbogum, öxlum, hálsi, hrygg, mjöðmum, hnjám og ökklum. Kennarinn biður nemendur að hreyfa hvern lið fyrir sig og hita þá upp. Hægt er að byrja að hreyfa fingur annarrar handar, færa sig síðan í úlnlið, olnboga og öxl og svo framvegis. Nemendur velta fyrir sér hvernig þeir geta hreyft mismunandi liði og hver hreyfigeta hvers þeirra er. Gagnlegt er að biðja nemendur að loka augunum í þessari æfingu. Nemendur dansa síðan frjálst með það í huga að hreyfa alla liði. Aldursstig: 1.–10. bekkur. Markmið æfingarinnar er að: − hita upp. − auka líkamsmeðvitund. Hrista sig Nemendur dreifa sér um rýmið, standa með mjaðmabreidd milli fóta, jafnt í báða fætur og hafa hendur með síðum. Kennarinn biður þá að hugsa um að hafa líkamann afslapp- aðan, beygja hné og dúa. Hann biður þá líka að hugsa um hvernig þyngd líkamans ferðast í gegnum fæturnar og niður í gólf. Að nemendur átti sig á tengingunni við gólfið. Kennarinn getur stýrt æfingunni til að byrja með og beðið nemendur að hrista einn líkamshluta í einu og smám saman fleiri þar til þeir eru farnir að hrista allan líkamann. Byrjað er rólega og hraðinn síðan aukinn þannig að áreynslan verði smám saman meiri. Gagnlegt getur verið að nota tónlist með vaxandi styrk og biðja nemendur að elta hana. Aldursstig: 1.–10. bekkur Markmið æfingarinnar er að: − hita upp. − auka leikni nemenda í að beygja hné og nýta kraft úr gólfinu.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=