Skapandi dans - Handbók fyrir kennara

33 Að skanna líkamann Þessa æfingu má nota hvort sem er í upphafi eða lok kennslustundar. Nemendur finna sér þægilega stöðu í rýminu, liggjandi eða sitjandi. Þeir loka augunum en mega hafa þau opin ef þeir vilja. Nemendur einbeita sér að andardrættinum og anda inn um nefið og út ummunninn. Þeir anda djúpt, alveg niður í maga og hlusta á öndunina. Þeir geta hugsað sér að maginn sé eins og blaðra sem verið er að blása í og hleypa úr. Hér er hægt að ljúka æfingunni en einnig má halda áfram og biðja nemendur að taka eftir því hvernig þeim líður í lík- amanum, hvort þeir finni fyrir kyrrð í honum, óværð, léttleika eða þyngslum. Það má biðja nemendur að slaka á öxlum og færa athyglina að höfðinu eða hvirflinum. Kennarinn getur síðan nefnt hvern líkamshluta fyrir sig, hvirfil, höfuð, hár, hársvörð, enni, eyru, munn, kjálka, háls, að framan og aftan, viðbein, axlir, upphandlegg, olnboga, úlnlið, fingur, bringu- bein, brjóstkassa, herðablöð, rifbein, mitti, hryggjarsúlu, mjaðmir, rófubein, rass, læri, hné, sköflunga, ökkla, fætur, hæla, tær og iljar. Hann biður nemendur að vera meðvitaðir um þann líkamshluta sem nefndur er, að taka eftir óþarfa spennu í honum og sleppa henni lausri um leið og andað er. Hann biður nemendur að finna hvernig spennan líður burt og yfirgefur líkamann. Einnig að leyfa þeim hugsunum sem upp kunna að koma að koma og fara en færa athyglina svo aftur að líkamanum. Þegar nemendur hafa slakað á öllum líkamanum á þennan hátt, frá hvirfli til ilja eru þeir beðnir að beina athygli sinni aftur að rýminu, opna augun varlega, hreyfa iljar og tær og svo smám saman fleiri líkamshluta þegar þeir eru tilbúnir til þess. Aldursstig: 1.–10. bekkur. Markmið æfingarinnar er að auka: − leikni nemenda í að virkja ólíka líkamshluta. − líkamsmeðvitund. Ein heild Nemendur dreifa sér um rýmið. Kennarinn getur tekið þátt ef hann kýs. Nemendur byrja að ganga um rýmið og auka hraðann smám saman þangað til þeir eru farnir að hlaupa. Þeir hægja svo smám saman á sér, skokka, strunsa, ganga og stoppa algjörlega. Nemendur eiga að leitast við að vera samtaka í hraðabreytingunum allan tímann og geta ímyndað sér að þeir séu ein manneskja. Kennarinn getur stjórnað hraðanum með því að nefna tölu frá 0 (stopp) og upp í 10 (hlaup). Aldursstig: 1.–10. bekkur Markmið æfingarinnar er að: − hita upp. − auka hlustun og einbeitingu. − nemendur sjái sig sem hluta af heild.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=