Skapandi dans - Handbók fyrir kennara

31 Í hugardansi er lögð áhersla á einbeitingu og að nemendur séu meðvitaðir um hvert þeir beina athyglinni, hvar fókusinn er. Nemendur geta einbeitt sér að einhverju einu eða dreift athyglinni að fleiri hlutum. Þegar nemendur færa fókusinn á þennan hátt styrkja þeir sjón sína um leið. Kennarinn getur því bætt augnhreyfingum við mynstrin, beðið nemendur til dæmis að hreyfa augun með láréttum hreyfingum eða lóð- réttum. Hann getur einnig beðið nemendur að gera stuttan dans með augunum í lokin á hugardansinum þar sem nemendur horfa á ólíka líkamshluta (Gilbert, 2019). Aldursstig: 1.–10. bekkur Markmið æfingarinnar er að: − hita upp líkama og huga. − auka þekkingu og dýpka skilning á hugardansi. − auka einbeitingu fyrir áframhaldandi æfingar. − auka þekkingu og dýpka skilning á mismunandi líkamshlutum og líkamanum sem heild. − auka leikni í að virkja ólíka líkamshluta í sinn í hverju lagi og tengja þá saman.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=