Skapandi dans - Handbók fyrir kennara

28 Hreyfimynstrin eru: 1. Öndun (e: breath ) Nemendur draga andann inn og út. Nemendur hugsa umöndun sína og anda mishratt til þess að leyfa súrefni að streyma um líkamann og minnka álag og stress. 2. Snerting (e: tactile) Nemendur banka og strjúka allan líkamann. Þeir þreifa á sjálfum sér og virkja þannig snertiskynjun sína og líkamsvitund. 3. Að og frá miðju (e: core-distal ) Nemendur lengja alla sex útlimi (báða handleggi, báða fótleggi, höfuð og rófubein) út frá miðjunni/naflanum og til baka. Nemendur virkja kviðvöðva í miðju líkamans eða kjarnann og finna fyrir orkunni sem þaðan kemur og getur leitt út í alla útlimi. Nemendur „stækka“ sig með því að teygja út alla útlimi og „minnka“ sig með því að draga þá aftur inn að miðju. Með þessu efla þeir stöðugleika og líkams- vitund. 4. Höfuð-rófubein (e: head-tail ) Nemendur beygja sig og snúa og einbeita sér að hryggsúlunni alla leið frá höfði að rófubeini. Þeir prófa að hreyfa höfuð, rófubein og hrygg sitt í hverju lagi og saman. 5. Efri-neðri líkami (e: upper-lower ) Nemendur hugsa um líkamann í tvennu lagi; efri og neðri líkami. Þeir hreyfa fyrst efri hluta líkamans en ekki neðri hlutann en hugsa sér að hann sé þungur og tengist gólfinu á meðan. Síðan hreyfa þeir einungis neðri hluta líkamans og halda efri hlutanum stöðugum. Með þessu efla þeir samhæfingu. 6. Vinstri-hægri hlið líkamans (e: body-slide ) Nemendur hugsa um líkamann í tvennu lagi, vinstri hlið og hægri hlið. Þeir hreyfa einungis aðra hliðina í einu. Þannig efla þeir sam- hæfingu. 7. Krossa miðlínu (e: cross-midline ) Nemendur láta t.d. hægri olnboga og vinstra hné snertast og vinstri olnboga og hægra hné. Síðan láta þeir hægri olnboga og hægra hné snertast og vinstri olnboga og vinstra hné. Þannig krossa þeir miðlínu. Þeir efla með þessu samhæfingu og vinna með heilahvelin tvö. 8. Jafnvægi (e: balance ) Nemendur gera hreyfingar sem virkja jafnvægisskynið í innra eyranu (e: vestibular) með hreyfingum eins og að snúa sér í hringi, rugga fram og tilbaka o.s.frv.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=