Skapandi dans - Handbók fyrir kennara

27 Hugardans Hugardans er runninn undan rifjum Anne Green Gilberts. Hann samanstendur af upphitunar- æfingum fyrir bæði líkama og sál. Hann hjálpar nemendum að halda athygli, eykur orku og eflir líkamsstöðu. Í gegnum hugardans skoða nemendur líkamann sem heild og tengingu milli ólíkra líkamshluta. Þeir skoða hvernig hægt er að hreyfa mismunandi líkamshluta saman og í sitt hvoru lagi. Með hugardansi má vekja og virkja líkama nemenda og gera þá tilbúna fyrir áreynslu. Hugardans hentar mjög vel til upphitunar í skapandi dansi og gagnlegt er að byrja kennslustundir á honum. Hann sam- einar nemendur í virkri athöfn. Hugardans er byggður á átta hreyfimynstrum, þeim sömu og börn fara í gegnum í hreyfiþroska á fyrsta æviárinu. Þessi hreyfimynstur hafa áhrif á þroska miðtaugakerfisins (Gilbert, 2019). Kennarinn leiðir nemendur í gegnum hreyfimynstrin átta og það getur tekið allt frá tveimur til tuttugu mínútna en það fer eftir útfærslu kennarans.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=