Skapandi dans - Handbók fyrir kennara
26 Nafnaleikur með hreyfingum og orðum Nemendur standa í hring. Einn nemandi í einu segir nafn sitt og bætir við lýsingarorði sem byrjar á sama staf og nafnið. Hann gerir hreyfingu samtímis sem túlkar lýsingarorðið. Hópurinn endurtekur hreyfinguna og lýsingarorðið. Nafnarytmi Nemendur standa í hring og hver og einn klappar atkvæðin í nafni sínu. El-sa er til dæmis tvö klöpp. Hinir herma eftir. Síðan má sleppa því að segja nafnið og klappa einungis taktinn. Einnig má klappa á lærin tvisvar milli þess sem atkvæðin í nafninu eru klöppuð. Ein útgáfa til viðbótar væri að nemandi sendi klappið til einhvers annars í hringnum þegar hann hefur klappað sitt nafn. Dæmi: El-sa klappar tvö klöpp og tvisvar á lærin og segir svo nafnið á öðrum nemanda og klappar nafn hans. Þá tekur sá nemandi við og gerir það sama. Nemendur gætu einnig skapað rytmadans út frá nöfnunum sínum. Með eldri nemendum er hægt er að gera rytmann flóknari og endurtaka nafnatakt. Kennarinn gæti einnig bætt auka- rytma við. Þú ert hann! Nemendur fara í eltingarleik í þessum nafnaleik, sem er kjörinn til þess að efla hópanda. Gott er að fara í hann utandyra þar sem er nóg pláss. Sá sem er hann reynir að ná öðrum úr hópnum en sá getur bjargað sjálfum sér með því að kalla nafn einhvers annars í hópnum. Sá sem er hann þarf þá að ná þeim sem var nefndur og þarf að vera snöggur til að ná honum áður en hann kemur upp nafni. Sá sem næst á að vera hann. Aldursstig: 5.–10. bekkur Markmið æfingarinnar er að auka: − skapandi hugsun og notkun ímyndunaraflsins. − þekkingu nemenda á nöfnum samnem- enda sinna. Aldursstig: 1.–10. bekkur. Markmið æfingarinnar er að auka: − hlustun og einbeitingu. − taktvísi nemenda. − þekkingu nemenda á nöfnum samnem- enda sinna. Aldursstig: 1.–10. bekkur. Markmið æfingarinnar er að auka: − snerpu og viðbrögð nemenda. − samvinnu nemenda. − þekkingu nemenda á nöfnum samnem- enda sinna.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=