Skapandi dans - Handbók fyrir kennara

25 Ég sem hreyfing Nemendur mynda stóran hring í miðju rýminu. Kennarinn fær sjálfboðaliða til að byrja eða byrjar sjálfur. Hann býr til hreyfingu á sama tíma og hann segir nafn sitt upphátt. Hreyfingin getur verið hvað sem er nema hún þarf að vera gerð á þeim stað sem viðkomandi stendur á. Hreyfingin gæti til dæmis verið að yppa öxlum, hreyfa litla putta, snúa sér í hring, hoppa eða brosa. Þegar kennarinn, eða sjálf- boðaliðinn, hefur gert hreyfingu og sagt nafn sitt, endur- tekur allur hópurinn hreyfinguna (eins og bergmál) og segir nafnið upphátt, þeir herma. Síðan tekur næsti nemandi við og svo koll af kolli þar til allir hafa fengið að spreyta sig. Það má kalla þetta að gera nafnahreyfingu. Kennarinn gefur nemendum ekki of mikinn tíma til þess að hugsa. Hægt er að fara nokkra hringi og biðja nemendur að finna nýja hreyfingu í hvert skipti eða muna gömlu hreyfinguna og nota hana aftur og aftur. Einnig geta nemendur gert hreyfinguna eingöngu og sleppt því að segja nafnið upphátt. Framhald Kennarinn biður nemendur að klappa með sér í takt, einu sinni (eða tvisvar) á lærin og einu sinni (eða tvisvar) saman lófunum. Þetta er gert nokkrum sinnum þangað til að allir hafa náð taktinum. Þá biður kennarinn einn nemanda í einu að gera sína nafnahreyfingu í staðinn fyrir að klappa saman lófunum. Hann á síðan að klappa á lærin með hópnum aftur og gera nafnahreyfingu sem einhver annar á í staðinn fyrir að klappa saman lófunum. Þá á sá sem á þá hreyfingu að klappa á lærin, gera sína hreyfingu, klappa á lærin og gera hreyfingu einhvers annars og svo koll af kolli. Nú þegar allir nemendur hafa skapað eigin hreyfingu og yfirfært eigin nafn í líkamstjáningu er hægt að skipta nemendum í hópa og biðja þá að búa til dansverk úr nafna- hreyfingunum. Aldursstig: 1.–10. bekkur Markmið æfingarinnar er að auka: − hlustun nemenda. − leikni nemenda í að líkja eftir hreyfingum annarra. − leikni nemenda í að skapa. − taktvísi nemenda. − þekkingu nemenda á nöfnum samnem- enda sinna.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=