Skapandi dans - Handbók fyrir kennara

23 Skrifað í skýin Nemendur mynda raðir í öðrum enda kennslustofu eða dreifa sér um rýmið. Nemendur eiga að ferðast um rýmið og á sama tíma eiga þeir að skrifa nafn sitt með ákveðnum líkamshlutum. Kennarinn nefnir ákveðna líkamshluta, s.s. öxl, fót, rass, höfuð eða fingur og biður nemendur að hreyfa þá eins og þeir væru að skrifa með þeim í loftið. Til þess að þyngja æfinguna getur kennarinn beðið nemendur að „skrifa“ í einu af plönunum þremur (bls. 89). Aldursstig: 1.–10. bekkur. Markmið æfingarinnar er að auka: − leikni nemenda í að virkja ólíka líkamshluta. − leikni nemenda í að hreyfa sig út frá plönunum þremur. − skapandi hugsun og notkun ímyndunaraflsins. − líkamsmeðvitund. − rýmisvitund. − þekkingu nemenda á nöfnum samnemenda sinna.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=