Skapandi dans - Handbók fyrir kennara

22 Hringiða Þessi æfing hentar bæði til að læra nöfn allra í hópnum en ekki síður til að þjálfa nemendur í samvinnu og í að einbeita sér. Æfingin er einföld í byrjun en verður smám saman flóknari. Nemendur mynda þéttan hring, jafnvel þannig að axlir þeirra snertist. Kennarinn er með lítinn, mjúkan bolta í höndunum en hefur fleiri bolta tiltæka þannig að nemendur sjái þá ekki, til dæmis undir teppi. Kennarinn segir nafn sitt, myndar augnsamband við einhvern nemanda í hringnum og kastar boltanum til hans. Sá segir sitt nafn um leið og hann grípur boltann, myndar augnsamband við næsta nemanda og kastar til hans. Svona gengur þetta koll af kolli. Kennar- inn getur beðið þann sem er með boltann að segja bæði sitt nafn og nafn þess sem hann ætlar að kasta til. Nemendur eru beðnir að muna til hvaða nemanda þeir köstuðu því boltinn heldur áframað ganga ámilli í margar umferðir og þá alltaf sömu leið. Kennarinn bætir síðan við bolta þannig að tveir boltar eru í gangi í einu. Hann bætir svo smám saman fleiri boltum við og alltaf er farið eftir sömu röð. Nemendur þurfa að hlusta, vera vel vakandi og fylgjast vandlega með samnemendum sínum og kennara. Til að auka enn á erfið- leikastigið má biðja nemendur að hreyfa sig um rýmið, auka hraðann og jafnvel breyta röðinni. Aldursstig: 1.–10. bekkur. Markmið æfingarinnar er að auka: – samvinnu nemenda. – hlustun og einbeitingu nemenda. – þekkingu nemenda á nöfnum samnem- enda sinna.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=