Skapandi dans - Handbók fyrir kennara

20 Tilfinningahringur Nemendur standa í hring. Einn þeirra fer inn í hringinn eða stendur á sínum stað og leikur hvernig honum líður með hreyfingu. Hinir reyna að herma eftir hreyfingunni og giska á hvaða tilfinningu var verið að túlka. Kennarinn þarf að vera reiðbúinn á að takast á við þær tilfinningar sem upp koma af umhyggju og tilbúinn að ræða nánar um þær ef þurfa þykir. Þráðurinn Þessi æfing er góð leið til að kynnast nemendum. Þeir segja frá sjálfum sér á meðan þeir vefja þræði af ákveðinni lengd um fingur sér. Þegar enginn þráður er eftir verður nemandinn að hætta að tala. Kennarinn hvetur nemendur til þess að vefja þræðinum ekki of hratt um fingur sér. Þessi æfing hentar einnig vel til þess að fá nemendur til þess að tjá sig um eitthvert ákveðið viðfangsefni í dansnáminu, t.d. það þema sem verið er að vinna með. Þú ert ég og ég er þú Þessi æfing hentar vel til þess að hjálpa nemendum að kynnast hver öðrum. Tveir og tveir nemendur fá tvær mínútur til þess að spjalla saman og segja frá sjálfum sér, nafni, áhugamálum, hvernig þeir séu stemmdir fyrir kennslustundina o.s.frv. Síðan kynna þeir hvor annan fyrir öllum hópnum. Gott er að láta þá ekki vita af kynningunni fyrirfram.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=