Skapandi dans - Handbók fyrir kennara
19 Deila Nemendur sitja í hring og kennarinn leiðir samræður og ákveður hvað talað er um. Hann getur ávarpað allan hópinn eða látið bolta ganga á milli nemenda og sá sem er með boltann hefur orðið. Kennarinn getur til dæmis spurt hvernig nemendum líði, hvernig þeir hafi það. Hann getur líka spurt hvernig þeir eru stemmdir fyrir kennslustundinni eða hvað þeir vilji fá út úr henni. Einnig getur hann varpað fram spurningunni: „Hvað er það fyrsta sem ykkur dettur í hug þegar ég segi orðið dans?“ Kennarinn þarf að hlusta á það sem nemendur hafa að segja og vera tilbúinn að fylgja því eftir af umhyggju. Hægt er að útfæra þessa æfingu þannig að nemendur fái einungis að tjá sig með einu orði. Fjallstindur Kennarinn teiknar hátt fjall á töflu með misháum brekkum og dölum. Nemendur koma að töflunni einn í einu og teikna sjálfa sig á þann stað á fjallinu þar sem þeim finnst þeir vera á þeim tíma. Þeir mega útskýra staðsetninguna ef þeir vilja en þess þarf ekki. Kennarinn getur einnig beðið nemendur að staðsetja sig eftir því hversu spenntir þeir eru fyrir kennslustundinni. Mikilvægt er að kennarinn sé sá sem stjórnar þessari æfingu og hann þarf að vera tilbúinn til að ræða það sem kemur upp og bregðast við af umhyggju. Ef erfiðar tilfinningar koma upp á yfirborðið ætti hann að tala betur við viðkomandi nemanda eftir kennslustund eða láta umsjónarkennara vita.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=