Skapandi dans - Handbók fyrir kennara
18 Tékk inn Gagnlegt er að byrja hverja kennslustund á því að skoða hvernig nemendur eru stemmdir og hvernig komandi kennslustund leggst í þá, gefa þeim rými til þess tjá sig um líðan sína og væntingar til kennslustundarinnar. Tékk inn æfingar eru notaðar í upphafi kennslustundar og eru samtal milli nemenda og kennara á léttu nótunum. Nemendur deila hugsunum sínum hver með öðrum og kennarinn þarf að biðja nemendur að koma fram hver við annan af virðingu og tillitssemi. Þeir mega þó alltaf segja pass. Hér á eftir koma nokkrar útgáfur af Tékk inn æfingum. Þær þurfa ekki að taka langan tíma. Aldursstig: 1.–10. bekkur. Markmið æfinganna er að auka: – hlustun og einbeitingu. – leikni nemenda í tjáningu. – sjálfstraust nemenda. – jákvæð samskipti. – samkennd í nemendahóp.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=