Skapandi dans - Handbók fyrir kennara

16 Þessir kaflar eru eftirfarandi: 1. Upphaf . Þar er bent á ýmsar leiðir til að byrja kennslustund. 2. Hópleikir . Þar eru æfingar sem efla tengsl og kynni nemenda og kennara. Þær má nýta sem hópefli og til að brjóta upp kennslustundir. 3. Líkami . Þar eru æfingar sem tengjast hreyfihugtakinu líkami sem Laban setti fram. 4. Afl . Þar eru æfingar sem tengjast hreyfihugtakinu afl sem Laban setti fram. 5. Rými . Þar eru æfingar sem tengjast hreyfihugtakinu rými sem Laban setti fram. 6. Tími . Þar eru æfingar sem tengjast hreyfihugtakinu tími sem Laban setti fram. Segja má að fjórir síðasttöldu kaflarnir séu þungamiðja hand- bókarinnar. Kaflarnir eru flokkaðir í undirkafla sem vísa í upp- byggingu/notkun Anne Green Gilberts á fræðum Labans. Margar af æfingunum sem birtast í þeim er hægt að fella undir fleiri en eitt hreyfihugtak, enda eru þau tengd innbyrðis. 7. Heildstæð ferli . Þar koma fram hugmyndir að kennslufyrir- komulagi sem getur tekið lengri tíma en eina kennslustund. 8. Lok . Inniheldur hugmyndir að aðferðum til að ljúka kennslu- stund. 9. Kennslufyrirkomulag . Innan þessa kafla eru tillögur um hvernig megi skipta nemendum niður í hópa og virkja þá í kennslustundum með því að gefa þeim ákveðin hlutverk. Þar er farið í uppbyggingu fimmskiptrar kennslustundar sem felur í sér upphitun , kanna þemað , æfa færni , sköpun og lok . Dæmi eru gefin ummögulegar kennsluáætlanir fyrir skólastigin þrjú. 10. Námsmat . Þar eru hugmyndir að mismunandi útfærslum á námsmati.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=