Skapandi dans - Handbók fyrir kennara
14 Markmið Markmið handbókarinnar er að gefa kennara verkfæri til þess að auka: — þekkingu og dýpka skilning nemenda á hreyfingu líkamans í formi dans. — þekkingu og dýpka skilning nemenda á að allir geta dansað. — þekkingu og skilning nemenda á eigin líkama og hreyfingum hans og uppgötva ný hreyfimynstur. — leikni nemenda í að skapa út frá sjálfum sér og eigin færni. — leikni nemenda í að nýta þá reynslu og þekkingu sem í líkamanum býr. — leikni nemenda í að hlusta á innra landslag sitt. — leikni nemenda í að hreyfa sig í ólíku rými, tíma og orku og til þess að kanna, uppgötva og skapa. — leikni nemenda í frjórri hugsun og sköpun. — leikni nemenda í að dvelja í núinu. — þekkingu og dýpka skilning nemenda á að hugur og líkami séu ein heild. — leikni nemenda í að læra í gegnum líkamann og virkja skynfærin. Æfingar sem nýtast vel til samþættingar við aðrar námsgreinar eru merktar með þessu formi.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=