Skapandi dans - Handbók fyrir kennara
13 HANDBÓKIN Þessi handbók fyrir kennara í skapandi dansi inniheldur 124 æfingar sem eiga við mismunandi aldursstig og stefna hver og ein að ákveðnu marki. Höfundur hefur viðað að sér æfingunum á tíu ára ferli sínum sem dans- nemandi, dansari og danskennari og lagað þær að eigin kennslu. Sumar hefur hann fengið að láni óbreyttar, og er höfunda þeirra æfinga getið, aðrar hefur hann lagað að eigin danskennslu og enn aðrar hefur hann mótað frá grunni. Oft er erfitt að segja til um upphafsmenn dansæfinga þar sem þær eru sjaldnast skráðar niður heldur berast manna á milli í gegnum hreyfingu og hver kennari eða dansari kryddar þær eftir eigin höfði eða þema dagsins. Handbókin inniheldur einnig hugmyndir að uppbyggingu kennslustunda og námsmati. Hún er hugsuð sem hugmyndabanki fyrir danskennara að grípa til en getur einnig nýst í heild sinni. Hún getur auk þess nýst í öðrum námsgreinum því mögulegt er að laga margar æfinganna að mismunandi viðfangsefnum. Þær æfingar sem nýtast vel til samþættingar við aðrar námsgreinar eru merktar sérstaklega. Í æfingunum er lögð áhersla á hópefli, traust, samvinnu og vellíðan nemenda.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=