Skapandi dans - Handbók fyrir kennara

12 — nemendur læra með því að horfa á aðra og fylgjast með. — nemendur læra í gegnum snertingu. — nemendur læra í samvinnu við aðra. — nemendur læra skapandi dans með því að uppgötva og þróa sitt eigið hreyfimynstur. — nemendur læra hreyfihugtök í gegnum skapandi dans (Gilbert, 2015). Endurgjöf Til þess að nemendur taki framförum og dýpki skilning sinn á náms- efninu þarf kennarinn að huga vel að endurgjöf og hvernig hún fer fram. Mikilvægt er að nemendur viti til hvers er ætlast af þeim og að þeir fái að taka ábyrgð á eigin námi. Endurgjöf getur farið fram meðan á kennslu- stund stendur, þegar kennarinn gefur nemendum uppbyggilega gagnrýni eða jákvætt hrós á meðan þeir vinna. Hún getur einnig farið fram með samræðum milli nemenda þar sem þeir fá tækifæri til þess að ígrunda og meta vinnu sína. Mikilvægt er að kennarinn beiti fjölbreyttum matsað- ferðum og kennsluaðferðum til þess að mæta ólíkum þörfum nemenda- hópsins. Ólíkar matsaðferðir geta verið gagnlegar til þess að kennari í skapandi dansi átti sig á skilningi nemenda á námsefninu og til þess að veita þeim viðeigandi stuðning til framfara. Einnig til þess að kennarinn viti hvar nemendur standa og hvort að kennarinn þurfi að gera breytingar á eigin kennslu til þess að ná betur til nemendahópsins.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=