Skapandi dans - Handbók fyrir kennara

158 Stærð Við getum skapað ýmiss konar form með líkamanum og á sama tíma myndum við ákveðnar stærðir með honum: stórar, miðlungs og litlar. Þetta getur líka átt við stærð á hreyfingum eða vegalengd á milli hluta, líkamsparta og einstaklinga. Stefnur Í hversu margar áttir komumst við? Fram, aftur, hliðar, áfram, upp og niður og ská. Þegar er talað umská fram- köllum við þrívídd þar sem líkaminn teygist í þrjár áttir. Líkaminn getur einnig ferðast í mismunandi stefnum t.d. sikksakk, beint, hlykkjótt og hvasst. Fókus og Þegar talað er um fókus einbeitum við okkur að einum dreifður fókus hlut, við horfum á hann og hann fær alla okkar athygli. Dreifður fókus eða dreifð athygli er þegar við tökum eftir öllu rýminu eða mörgum hlutum í einu. Tími Hver hreyfing tekur tíma og við getum hreyft okkur á ólíkum hraða og í ólíkum takti. Hraði Hraði skiptist í ólíkar hraðabreytingar: hægt, miðlungs og hratt. Hægt er að skapa hreyfingar í ólíkum hraða. Taktur Til er jafn og óreglulegur taktur. Í dansi er hægt að telja taktinn/púlsinn og það er alltaf talað um eina áttu (frá einum upp til átta).

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=