Skapandi dans - Handbók fyrir kennara

157 Orka Orka hefur ólíka eiginleika en þeir fara eftir spennu hlutarins eða athafnarinnar. Til dæmis er til mjúk orka og snögg eða beitt. Mjúk orka er áreynslulaus en snögg/beitt orka er mun kröftugri hreyfing. Hún getur líka verið skyndileg. Orka getur líka haft fleiri eiginleika, t.d. verið titrandi og/eða sveiflandi. Þyngd Þegar þyngd er notuð í dansi er oftast átt við vöðvaafl okkar og hvernig við notum það í mótstöðu. Við notum mismunandi áreynslu eftir athöfnum. Einnig tengsl okkar við þyngdaraflið. Það er til þung og létt þyngd og allt þar á milli. Flæði Flæði í dansi er t.d. þegar hreyfing rennur saman við þá næstu. Flæðið stoppar aldrei, það heldur alltaf áfram. Ekki er hægt að sjá hvenær hreyfingin byrjar né hvenær hún endar. Rými Rými umlykur okkur en er líka plássið sem við tökum með líkama okkar, hvort sem við erum á hreyfingu eða í kyrrstöðu. Við getum ferðast um rýmið í ólíkar áttir, á ólíkumplönum í mismunandi stærðumog dreift athygli okkar eða einbeitt okkur að einhverju einu. Almennt rými Almennt rými er rýmið sem við ferðumst í, þ.e. förum frá einum stað til annars, og við deilum því oft með öðrum. Persónulegt Persónulegt rými er rýmiðsemmaður ámeðsjálfumsér rými og er alltaf á sama stað. Rýmið sem líkami okkar tekur í rýminu. Innra rými Innra rými er rýmið sem er innra með okkur og við reynum eftir bestu getu að hlusta á það. Við beinum athygli okkar að andardrættinum og innri starfsemi líkamanns. Hjartað slær, frumurnar, blóðið, vöðvarnir, líffærin, taugakerfið, beinin, húðin o.s.frv., en þetta rými er oftast notað með nemendum sem hafa fyrri reynslu í dansi. Plönin þrjú Plönin þrjú eru lægsta/neðsta plan, miðplan og efsta plan. Ef við skiptum líkama okkar í þrennt kallast svæðið frá tám og upp að mjöðmum lægsta plan (þar sem lappirnar hreyfast). Þegar við stöndum upprétt kallast svæðið milli mjaðma og axla miðplan og svæðið frá öxlum og upp fyrir höfuðið sjálft köllum við efsta plan. Við getum hreyft okkur á þessum mismun- andi plönum.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=