Skapandi dans - Handbók fyrir kennara

156 Líkaminn Líkaminn er verkfæri dansarans. Mjög mikilvægt er að öðlast líkamsvitund svo við hugsum vel um líkama okkar, vitum hvað hann vill og hvers hann þarfnast. Líkaminn getur skapað ýmis form, haldið jafnvægi og myndað tengsl við aðra. Líkamshlutar Mikilvægt að nemendur átti sig á hreyfingu og færni hvers og eins líkamshluta. Að nemendur þekki líkama sinn. Einnig að nemendur geti hreyft ólíka líkamshluta, í sitt hvoru lagi og tengt þá saman. Jafnvægi Margir þættir hjálpa okkur að halda jafnvægi, t.d. eyrað (jafnvægisskynjun), líkamsbygging (beinabygging), vöðvar, augu og heilastarfsemin. Jafnvægiskerfið í innra eyranu gerir okkur kleift að standa, hlaupa, ganga og hreyfa okkur án þess að detta. En við getum líka haldið jafnvægi með því að lyfta öðrum fæti. En hver er þá munurinn á jafnvægi og ójafnvægi? Ójafnvægi endar oftast með falli (af því að við erum óstöðug). Form Hægt er að mynda form með öllum líkamanum eða einstaka líkamshlutum. Líkaminn getur til dæmis myndað bognar og/eða beinar hreyfingar, og spíral- laga hreyfingar. Tengsl Í dansi myndast oft tengsl þegar dansað er, hvort sem það er á milli hluta eða einstaklinga, eða við dansarann sjálfan. Það er gert með snertingu, augnsambandi eða með því að skynja umhverfið í kringum sig. Nokkur orð sem geta hjálpað okkur að mynda þessi tengsl eru: yfir, undir, í kringum, í gegnum, fyrir ofan, fyrir neðan, á milli, við hliðina á, nálægt, fjarlægt, inni, úti, saman, í sundur, tengd o.s.frv. Þegar við myndum tengsl með öðrum er hægt nýta sér hugtökin spegill, skuggi, andstæða og samstilling (e: union). Afl Afl leggur áherslu á eðli hreyfinga og hvernig þær breytast eftir mismunandi áferðum og eiginleikum. Afl gerir okkur kleift að átta okkur á tengslum okkar við þyngdaraflið. HREYFIHUGTÖKIN og ójafnvægi

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=