Skapandi dans - Handbók fyrir kennara

11 Skipulag og sveigjanleiki Kennsla er ákveðið listform. Það má líkja því að búa til kennsluáætlun sem heldur öllum við efnið og nær til ólíkra nemenda við að skapa dansverk sem á að ná til áhorfenda. Í sköpun dansverks er leitast við að koma boðskap á framfæri við áhorfendur eða skilja eitthvað eftir hjá þeim. Að útbúa kennsluáætlun og kenna er líkt og að skapa listaverk sem þróast og mótast í samspili við áhorfendur. Kennarinn þarf að vera vel undir- búinn en hafa í huga að ekki er víst að allt gangi upp eins og ætlað var og leysa gæti þurft óvæntan vanda. Gagnlegt er að kennari byggi upp kennslustund út frá ákveðnu þema sem verður eins og rauður þráður í kennslustundum sem ættu að hafa upphaf, miðju og endi. Kennarinn þarf að bjóða upp á hvetjandi og ögrandi námsumhverfi sem virkjar bæði huga og líkama nemenda. Hann ætti að endurtaka námsefnið á ólíkan hátt, til dæmis með því að nota myndrænar útskýringar og orðaspjöld, til þess að ná til sem flestra nemenda og til þess að dýpka skilning þeirra á efninu. Kennarinn ætti að vera leitandi og tilbúinn til að læra eitthvað nýtt og vera nemendum fyrirmynd í því efni (Gilbert, 2015; Randall, 2016). Í skapandi dansi er hlutverk kennarans fyrst og fremst að gefa nemendum verkfæri til að skapa og leiðbeina þeim til þess að laga þau að sér og sínum þörfum. Það þarf að gefa nemendum frelsi til þess að öðlast skilning á kennsluefninu út frá sjálfum sér og eigin líkama. Það sem kennarinn þarf að hafa í huga við kennslu í skapandi dansi er að: — skapa öruggt umhverfi fyrir nemendur svo þeir geti kafað á dýptina og leitað inn á við. — hita upp bæði líkama og huga nemenda. — líkamna fyrirmæli (með því að sýna með eigin líkama) en á sama tíma vita hvenær hann á að stoppa svo að hann gefi nemendum færi á að uppgötva í gegnum sinn eigin líkama (en ekki herma eftir kennaranum). — vera meðvitaður um orðaval sitt og leggja áherslu á viðeigandi orða- forða, þ.e. hreyfihugtökin en skilja einnig eitthvað eftir fyrir ímynd- unarafl nemenda. — að fá nemendur til að taka þátt í umræðum meðan á kennslustund- inni stendur til að ígrunda viðfangsefnið. — stýra kennslustundinni en gefa nemendum frelsi til þess að skapa út frá sjálfum sér og eigin líkama, bjóða þeim að uppgötva námsefnið á eigin forsendum. — nemendur læra dans með því að virkja allan líkamann, skynjun sína, huga og sál.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=