Skapandi dans - Handbók fyrir kennara

154 Við lok 7. bekkjar getur nemandi: — Beitt líkama sínum markvisst í dansi og hreyfingu sjálfum sér til ánægju, — Sett saman einfalt dansverk, sýnt það og valið undir leið- sögn kennara umgerð (t.d. tónlist og rými) við hæfi, — Tjáð sig í dansi, tengt saman hreyfingu, túlkun og tónlist og beitt kurteisisvenjum í dansi, — Unnið sjálfstætt og með öðrum að dansverkefnum, bæði veitt og tekið á móti uppbyggilegri gagnrýni og nýtt sér hana í dansi, — Rætt um dans út frá persónulegri upplifun. Við lok 10. bekkjar getur nemandi: — Samhæft tónlist og hreyfingu með góðri líkamsvitund og líkamsbeitingu og dansað mismunandi dansform sér til ánægju, — Sýnt öryggi og færni til að dansa einn eða sem hluti af pari eða hópi, — Tekið þátt í skapandi vinnuferli í dansi, sett saman einfalt dansverk og valið umgerð við hæfi, — Dansað fyrir framan áhorfendur með tilfinningu fyrir þáttum eins og túlkun, augnsamband, rými, líkamsbeit- ingu og kurteisisvenjum, — Prófað sig áfram og tekið sjálfstæðar ákvarðanir í túlkunar- og sköpunarferli út frá eigin þekkingu og leikni í dansi, — Tjáð og túlkað hugmyndir sínar og rætt dans á gagnrýn- inn hátt, beitt við það viðeigandi orðaforða (Aðalnámskrá grunnskóla, 2013, bls. 145).

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=