Skapandi dans - Handbók fyrir kennara

153 Í aðalnámskrá grunnskóla er talað um að vinna í gegnum listir og listsköpun gefi nemandanum tækifæri á að velja fjölbreytt- ar leiðir til að vinna með sínar eigin skoðanir og hugmyndir. Hann hugsi í lausnum og finni fjölbreyttar leiðir við ólík verkefni. Nemandinn uppgötvar jafnframt nýja færni eða nýja ástríðu sem ef til vill bjó alltaf innra með honum og öðlast færni í gagn- rýninni hugsun og í að meta eigin gildi og annarra. Þá kynnist hann sjálfum sér betur og er í stakk búinn til þess að takast á við framtíðina á skapandi hátt (Aðalnámskrá grunnskóla, 2013). Samkvæmt aðalnámskrá hefur dans margþætta merkingu fyrir nemendur. Hann eflir líkamsvitund, líkamslæsi og hreyfi- mynstur og nemandinn tjáir skoðanir sínar og hugsanir með hreyfingu. Auk þess fær hann að takast á við verkefni á eigin forsendum. Dansinn eflir sköpun og líkamlega tjáningu ásamt því að hvetja nemandann til þess að hugsa um eigið heilbrigði. Ekki má gleyma því að dansinn hefur menningarlegt gildi og er hluti af listflóru landsins (Aðalnámskrá grunnskóla, 2013). Kennsla í skapandi dansi er kjörin leið til að ná öllu þessu fram. Hæfniviðmiðin í dansi fyrir grunnskóla sem handbókin í skapandi dansi tekur mið af, eru þessi: Við lok 4. bekkjar getur nemandi: — Hreyft sig frjálst og í takt við tónlist í samræmi við hreyfi- getu eigin líkama, — Tekið þátt í skapandi dansferli með jafningjum undir leiðsögn kennara og virt samskiptareglur, — Tengt saman hreyfingu og tónlist í dansi og virt sam- skiptareglur, — Tekið tillit til jafningja í samstarfi, — Hlustað á hugmyndir þeirra og lagt fram eigin, — Rætt um hreyfingu í takt við tónlist út frá persónulegri upplifun. TENGSL VIÐ AÐALNÁMSKRÁ GRUNNSKÓLA

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=