Skapandi dans - Handbók fyrir kennara

152 Umræður Umræður eru einnig gagnleg leið til þess að meta nemendur en hún fellur í raun undir símatið. Dæmi um umræður í kennslustund er í upphafi og lok hvers tíma, tékk inn og tékk út. Kennarinn stjórnar umræðunni og nemendur fá að endurspegla kennsluna. Einnig er hægt að nota umræður sem endurgjöf í hópavinnu og í verklegum æfingum. Ein leið til þess er til dæmis mat sem kallast Tvær stjörnur, ein ósk . Stjörnurnar standa fyrir hrós eða eitthvað sem nemandinn gerði vel en ósk er eitthvað sem betur mátti fara og þarfnast æfingar (Heritage, 2010). Einnig er hægt að gera þetta mat skriflega. Á meðan á þessu stendur læra nemendur hver af öðrummeð því að fylgjast með og taka eftir samnemendum sínum og sjá þá jafnvel eitthvað sem þeir sjálfir mættu bæta. Mikilvægt er fyrir kennar- ann að leggja áherslu á uppbyggilega gagnrýni og að allir komi fram við alla af virðingu og umburðarlyndi. Dagbók/Portfólíó Dagbók eða portfólíó er fyrir nemandann sjálfan þar sem hann getur skrifað niður eigin hugleiðingar, glósur, skýringarmyndir, teikningar o.s.frv. til þess að ígrunda eigin vinnu, kennslustundina og/eða námsefnið (Armstrong, 2000). Kennarinn getur tekið bókina nokkrum sinnum yfir önnina til þess að fá innsýn inn í hugarheim nemandans ásamt því að athuga skilning hans á efninu. Það væri þá ákveðið í upphafi annar. Dæmi um spurningar sem kennarinn gæti lagt fyrir nemendur: — Hvað vilt þú læra í þessu fagi? — Hvað fannst þér áhugaverðast í kennslustundinni í dag? Af hverju? — Hvað var auðveldast í kennslustundinni og hvað var erfiðast? Af hverju? — Hvernig finnst þér að vinna í hóp? — Hvað er skapandi dans fyrir þér? — Lýstu þema dagsins. Hvernig getur þú nýtt þér þemað í þinni eigin sköpun? — Teiknaðu þema dagsins.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=