Skapandi dans - Handbók fyrir kennara

150 Námssamningur Kennarinn gefur nemendum færi á að búa til námssamning (að minnsta kosti á mið- og efsta stigi) þar sem nemendur útlista markmið sín í faginu. Hann skilgreinir einnig af hverju hann ætlar að ná þessum markmiðum. Námssamningurinn er gerður í samstarfi við kennara. Markmiðin þurfa að vera raunsæ og marktæk. Kennarinn og nemandinn eiga stutt spjall áður en samningurinn er undirritaður. Hann er gerður í byrjun annar. Undir fjögur augu Undir fjögur augu er viðtal kennarans við nemandann þar sem þeir eiga stutt spjall saman. Kennarinn hefur færi á að gefa nemandanum munnlega umsögn og þeir geta rætt sín á milli t.d. um frammistöðu og líðan nemandans í tímum. Einnig er hægt að ræða námssamninginn og hvernig hafi gengið að fylgja honum eftir. Bekkjarkort Bekkjarkort er í raun loftmynd af skólastofunni og kennarinn getur nýtt sér það til þess að skipuleggja uppröðunina í kennslustofunni og/eða til þess að deila henni niður í vinnurými (Armstrong, 2000). Nemendur geta þá alltaf skoðað bekkjarkortið í upphafi hvers tíma, til dæmis ef um verkefna- vinnu væri að ræða.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=