Skapandi dans - Handbók fyrir kennara

10 NÁMSMAT Kennarar leggja áherslu á fjölbreytt námsmat til þess að ná til sem flestra nemenda og til þess að vita hvar nemendurnir standa, og geta þá leiðbeint þeim eða veitt þeim þann stuðning sem þeir þurfa til þess að þroskast og dafna. Ef nemandi ætti t.d. í erfiðleikum með að skrifa gæti hann fengið að teikna í staðinn, eða einhver lesið fyrir hann ef hann ætti erfitt með lestur. Námsmat er líka notað til þess að meta nemendur út frá hæfniviðmiðum fagsins. Til er ýmiss konar námsmat en kennarinn þarf að útfæra það svo það tengist námsefni fagsins. Hérna eru nokkur dæmi um námsmat í skapandi dansi.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=