Skapandi dans - Handbók fyrir kennara

142 Þema: Líkaminn: jafnvægi Nemendur: 8.–10. bekkur Kennslustund: 40 mínútur Kennslustund fyrir efsta stig, unglingastig Upphitun 5 mínútur — Tékk inn: Fjallstindur, bls. 19 — Hugardans, bls. 27 Kanna þemað 5 mínútur Jafnvægi: „Hvað þýðir það að halda jafnvægi? Hvernig höldum við jafnvægi? Hvernig getum við staðið upprétt án þess að detta um koll? Margir þættir hjálpa okkur að halda jafnvægi: eyrað (jafnvægisskynjun), líkamsbygging (beina- bygging), vöðvar, augu og heilastarfsemin. En við getum líka haldið jafnvægi með því að lyfta öðrum fæti. En hver er þá munurinn á jafnvægi og ójafnvægi? Ójafnvægi endar oftast með falli (af því að við erum óstöðug).“ Kennarinn sýnir nemendum útskýringarmyndir. Æfa færni 10 mínútur — Ójafnvægi, bls. 60 — Jafnvægi og ójafnvægi, bls. 61 Sköpun 15 mínútur — Jógastellingar, bls. 61 Lok 5 mínútur — Teygjur, bls. 128 — Tékk út: „Hvað var áhugaverðast? Hvað reyndi á í tímanum?“ bls. 129 — Mantra: „Ég er hér, með opið hjarta, opinn hug. Tilbúin/n að takast á við það óvænta,“ bls. 126

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=