Skapandi dans - Handbók fyrir kennara

140 Þema: Líkaminn: tengsl Nemendur: 5.–7. bekkur Kennslustund: 40 mínútur Kennslustund fyrir miðstig Upphitun 5 mínútur — Tékk inn: Tilfinningahringur, bls. 20 — Liðir, bls. 34 Kanna þemað 5 mínútur Tengsl: „Í dansi myndast oft tengsl á milli dansara eða hluta, eða tengsl dansarans við sjálfan sig. En hvernig er það gert? Vitið þið það? Það er gert með snertingu, augnsambandi eða með því að skynja umhverfið í kringum sig (hluti, rýmið, manneskjur). Síðan er líka hægt að hugsa um orð sem geta hjálpað manni að búa til tengingu. Þau eru t.d.: undir, yfir, við hliðina á, á milli. Ef ég segi til dæmis hægri hönd yfir höfuð, eða halla sér upp að veggnum, eða mynda augnsamband við einhvern, þá erum við að mynda tengsl.“ Kennarinn sýnir nemendum útskýringarmyndir. Æfa færni 10 mínútur (nota að minnsta kosti tvær æfingar) — Speglun, bls. 68 — Augnsamband og fjarlægð, bls. 68 — Hlutir og tengsl, bls. 69 Sköpun 15 mínútur — Hindrun, bls. 70 Lok 5 mínútur — Nuddhringur, bls. 124 — Tékk út: „Hvað var áhugaverðast? Hvað reyndi á í tímanum?“ bls. 129

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=