Skapandi dans - Handbók fyrir kennara

139 Kennslustund fyrir miðstig Þema: Afl: orka Nemendur: 5.–7. bekkur Kennslustund: 40 mínútur Upphitun 5 mínútur — Tékk inn: Þráðurinn, bls. 20 — Að skanna líkamann, bls. 33 Kanna þemað 5 mínútur Afl: „Hvað er afl? Getur það verið tengt vöðvaspennu og hvernig við notum vöðvanna? Fer afl eftir eðli hreyfinga? Hægt er að skipta afli upp í þrjá flokka: orku, þyngd og flæði. Allir þessir þættir hafa áhrif á vöðvavinnu okkar. Í dag ætlum við að fókusera á orku, mjúka og snögga. Hver er munurinn?“ Kennarinn sýnir nemendum útskýringarmyndir. Æfa færni 10 mínútur — Finna orku í tónlist, bls. 75 — Orkuhringurinn, bls. 75 Sköpun 15 mínútur — Skapa dans með tvennskonar orku, bls. 76 Lok 5 mínútur — Nuddlestin, bls. 124 — Tékk út: „Hvað var áhugaverðast? Hvað reyndi á í tímanum?“ bls. 129 — Mantra: „Ég sé, ég finn, ég heyri, ég skynja með öllum líkamanum,“ bls. 126

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=