Skapandi dans - Handbók fyrir kennara

138 Þema: Líkaminn: líkamshlutar og form Nemendur: 1.–4. bekkur. Kennslustund: 40 mínútur Kennslustund fyrir yngsta stig Upphitun 5 mínútur — Tékk inn: Deila, bls. 19 — Ein heild, bls. 33 Kanna þemað 5 mínútur Líkamshlutar og form: „Hvaða verkfæri nota dansarar til þess að skapa dans? Já, það er líkaminn. Alveg eins og tón- listarmenn nota hljóðfæri til þess að skapa tónlist. En oftast nota nemendur allan líkamann en stundum bara einn eða tvo líkamshluta. Eigum við að nefna eins marga líkams- parta og við getum og hreyfa þá til skiptis? En hvaða form sjáum við? Hvaða form getum við búið til með líkamanum?“ Kennarinn sýnir nemendum útskýringarmyndir. Æfa færni 10 mínútur (nota að minnsta kosti tvær æfingar) — Vélin (Uppfinningamaður), bls. 57 — Þríhyrningur, bls. 65 — Bakarinn, deigið og listamaðurinn, bls. 64 Sköpun 15 mínútur — Líkamspartadansinn, bls. 56 Lok 5 mínútur — Snjókarlinn, bls. 125 — Tékk út: „Hvað var áhugaverðast? Hvað reyndi á í tímanum?“ bls. 129

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=