Skapandi dans - Handbók fyrir kennara

136 Upphitun er þáttur þar sem kennarinn er að vekja og virkja líkamann (huga, sál, líkama). Í þessum þætti notar kennar- inn ýmiss konar upphitunaræfingar, t.d. hugardansinn, og tékk inn æfingar til þess að hefja kennslustundina. Kanna þemað er þáttur þar sem kennarinn upplýsir nemendur umþema kennslustundarinnar og fær nemendur einnig til þess að líkamna þemahugtakið, spjalla um það og sjá það myndrænt. Þetta er allt gert samtímis. Æfa færni er þáttur þar sem kennarinn kennir nemendum ýmiss konar tækni. Þeir æfa eigin færni út frá þema dagsins og það geta verið nokkrar æfingar. Sköpun er sá þáttur sem kennarinn leggur oftast mesta tímann í. Kennarinn leggur áherslu á spuna eða æfingar þar sem nemendur fá að skapa sjálfir innan ákveðins ramma. Lok er þáttur þar sem kennarinn ákveður að ljúka kennslu- stundinni. Það er mikilvægt að enda tímann með öllum nemendum. Það er t.d. hægt með tékk út þar sem fjallað er um kennslustundina og upplifun nemenda. Einnig er hægt að sýna hvert öðru afraksturinn úr sköpunarþættinum og teygja á og bjóða nemendum upp á slökun. Ástæðan fyrir því að sama uppbygging kennslustunda er alltaf notuð er sú að nemendur verða öruggari og vita að hverju þeir ganga. Einnig er mikilvægt að nýta myndrænar útskýringar til þess að ná til sem flestra. Í hinum almenna grunnskóla er hver kennslustund 40 mínútur svo hver þáttur tekur 5–15 mínútur. Það er kennarans að ákveða hvernig hann vill skipta kennslustundinni upp og á hvaða þætti hann vill leggja áherslu.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=