Skapandi dans - Handbók fyrir kennara

129 Tékk út Tékk út gegnir svipuðum tilgangi og Tékk inn . Kennarinn getur tekið upprifjun með nemendum um kennslustundina, jafnvel gefið þeim tíma til þess að skrifa nótur í dagbókina sínaog/eðaendaðáspjalli umhvaðþeimþótti áhugaverðast og hvað reyndi á í tímanum. Nemendur geta þá setið í hring á gólfinu svo að allir sjái alla. Kennarinn stýrir umræðunum, hver og einn fær orðið en það má alltaf segja pass. Kennarinn getur einnig nýtt sér bolta sem kastað er á milli þeirra sem vilja tjá sig. Aldursstig: 1.–10. bekkur. Markmið æfingarinnar er að auka: − samkennd í nemendahóp. − hlustun og einbeitingu. − leikni nemenda að tjá sig. − leikni nemenda í að ígrunda kennslustundina.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=