Skapandi dans - Handbók fyrir kennara

128 Teygjur Kennarinn getur stýrt góðum teygjum en teygjur draga úr vöðvaþreytu, álagi og stressi en auka aftur á móti liðleika, hreyfigetu og líkamsstöðu ásamt því að róa hugann. Kennarinn gæti skapað stutta teygjuæfingu sem hægt væri að gera í hverri kennslustund sem leggur áherslu á flæði og mjúkar hreyfingar. Dæmi: Allir standa í hring. Kennarinn leiðir æfinguna. Hann byrjar að biðja nemendur að anda inn og á sama tíma fara hendur upp í loft (upp fyrir haus) og anda út þá fara hendur niður og út með síðum. Þetta er hægt að gera nokkrum sinnum. Síðan biður kennarinn nemendur að stoppa með hendurnar fyrir ofan haus og lófarnir liggja saman. Nemendur horfa upp á hendurnar. Hendurnar hreyfa sig niður og meðfram síðum. Út frá standandi stöðu byrja nemendur að rúlla hægt og rólega með hendurnar í átt að gólfinu. Höfuðið byrjar og leiðir hreyfinguna, hugsað er um hvern hryggjarlið fyrir sig. Þegar við komumst ekki lengra þá höngum við í smá stund og reynum að vera afslöppuð, hægt er að hrista höfuðið (segja já og nei með höfðinu). Mikilvægt að slaka á í hverri stöðu. Síðan er haldið áfram og nemendur beygja hné og fætur og enda á fjórum fótum. Nemendur gera kryppu og fettu til skiptist með bakinu. Þeir setja svo tærnar í gólfið og rétta úr fótunum, reyna að koma hælunum eins nálægt gólfinu (þessi staða er oft kölluð hundurinn í jóga). Nemendur setjast síðan á hæla sér og halla sér fram, teygja hendurnar og leggja ennið á gólfið. Síðan er hægt að nota hendurnar til þess að setjast upp og leyfa höfðinu að rúlla upp í sitjandi stöðu. Kennarinn endar þessa stuttu teygjuæfingu með möntru með nemendum.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=