Skapandi dans - Handbók fyrir kennara

127 Kveðjudansinn Þessi æfing er ein leið til þess að fá nemendur til þess að rifja upp kennslustundina í hreyfingu eða nota sköpunarmáttinn til að tjá sig í dansi. Nemendur geta skipst á að velja óskalög en að nemandinn fái sjálfur að velja lag við verk sitt gerir viðfangsefnið enn þá áhugaverðara. Kennarinn stendur yfirleitt hjá dyrunum og gefur nemendum fimmu þegar þeir hafa dansað yfir rýmið (oftast úr horni í horn). Hver og einn, tveir saman eða þrír, fá að dansa frjálst yfir rýmið. Á sama tíma gefur kennarinn jákvæða og uppbyggilega gagnrýni, hann segir frá því sem hann sér. Aldursstig: 1.–7. bekkur. Markmið æfingarinnar er að auka: − leikni nemenda í að ígrunda kennslustundina í hreyfingu. − hæfni nemenda til að skapa sjálfir.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=